Skilmálar
(See Terms & Conditions in English below)
Umfang skilmála
Skilmálar þessir eiga við um rekstraraðila Hreyfiland ehf. kt. 541204-2290. Þegar nafnið Fjölskylduland kemur fram í skilmálum þessum þá er átt við rekstraraðilann Hreyfiland ehf sem hefur með rekstur Fjölskylands að gera.
Höfundarréttur og vörumerki
Allt efni á vefsvæðinu nýtur höfundaréttarverndar og er í eigu Hreyfilands eða eftir atvikum einkaréttarverndar að því marki sem það er ekki undanskilið slíkri vernd með lögum. Notendum vefkerfisins er með öllu óheimilt að breyta, birta, endurnýta, afrita, gefa út, selja eða veita aðgang að því efni sem finna má á vefsíðunni eða hagnýta sér það með nokkrum öðrum sambærilegum hætti.
Til efnis á vefsvæðinu teljast m.a áætlanir, myndbönd, skrár, töflur, eyðublöð, gagnagrunnar og hvaðeina annað sem finna má á vefsvæðinu sbr. m.a. 50.gr. Höfundalaga nr. 73/1973.
Án ábyrgðar
Allar upplýsingar sem látnar eru í té á vefsíðunni „eins og þær koma fyrir“ án nokkurrar ábyrgðar, beinnar eða óbeinnar. Hreyfiland ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á nákvæmni eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem finna má á vefsíðunni hvort sem þær frá félaginu sjálfu eða öðrum. Hreyfiland ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á tapi eða skaða sem rekja má til þess að notandi byggir á upplýsingum sem aflað er á þessari vefsíðu. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, heildstæðni eða notagildi hvers kyns upplýsinga sem fást á vefsíðunni. Hreyfiland setur upplýsingar fram eins og þær koma fyrir á hverjum tíma.
Fyrirvari um bótaábyrgð
Hreyfiland undanþiggur sig sérstaklega hvers kyns bótaábyrgð (hvort sem hún er innan samninga eða utan, hlutlæg bótaábyrgð eða annars konar ábyrgð) á hvers kyns beinu, óbeinu, tilfallandi, afleiddu, eða sérstöku tjóni sem komið er til eða á einhvern hátt tengt notkun vefsíðunnar. Félagið ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, í skemmri eða lengri tíma.
Þátttakandi á námskeiði og/eða leikvelli Fjölskyldulands sækir og nýtir þjónustuna á eigin ábyrgð. Þátttakandi fullyrðir með samþykki á skilmálum þessum að honum og barni/börnum á hans vegum sé óhætt að stunda heilsueflingu og að engin sérstök hætta sé búin af því heilsufarslega. Þátttakandi nýtir upplýsingar á eigin ábyrgð og firrir Hreyfiland/Fjölskylduand allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum, veikindum eða slysum sem kunna að koma fyrir.
Það er alfarið á ábyrgð þáttakenda/foreldra/umsjónaraðila barna að taka ábyrgð á börnum á þeirra vegum á leikvsvæði Fjölskyldulands. Hreyfilnad/Fjölskylduland útvegar ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgðaraðila eða umsjónaraðila barns/barna. Starfsfólk Hreyfilands/Fjölskyldulands er einungis á svæðinu til að leiðsinna skráðum þátttakendum en ekki börnum þeirra eða börnum í þeirra umsjón. Börn mega ekki undir nokkrum kringumstæðum vera skilin eftir ein í Fjölskyldulandi, umsjónaraðilar og foreldrar þurfa að vera með þeim öllum stundum og vakta börnin allan þann tíma sem þau eru að leik í Fjölskyldulandi.
Félagið ber ekki ábyrgð á röskunum sem kunna að verða á virkni vefsvæða vegna óviðráðanlegra atvika (force majeur) svo sem náttúruhamfara, styrjalda eða verkfalla.
Breytingar á notendareglum og skilmálum
Hreyfiland áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum þessum hvenær sem er og án fyrirvara. Endurskoðaðir skilmálar munu birtast á vefsíðunni og ber notanda að kynna sér þá reglulega. Notkun vefsíðunnar jafngildir samþykki þeirra skilmála sem í gildi eru hverju sinni.
Brot á notendareglum og skilmálum
Hafi Hreyfiland rökstuddan grun um að notandi hafi brotið gegn skilmálum þessum áskilur félagið sér rétt til þess að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur og skilmálar þessir heimila, þ.m.t loka fyrir aðgang tiltekins netfangs og eða notanda að vefsíðunni, án fyrirvara, tímabundið eða ótímabundið.
Aðgangur að aðgangsstýrðum svæðum
Notendur að Fjölskyldulandi (leikvöllur eða önnur svæði) skulu samkvæmt skilmálum þessum auðkenna sig með aðgangskorti eða netfangi og lykilorði, sem þeim hefur verið úthlutað eða þeir sjálfir valið. Þetta á við um innskráningu inn í Fjölskylduland, við innskráningu inn í námskeiðakerfi eða við kaup/endurnýjun á aðgangskorti í Fjölskylduland.
Aðgangur að svæðum á vefsíðunni sem kunna að vera vernduð með lykilorði er einungis heimill þeim sem fengið hafa úthlutað lykilorði til aðgangs að viðkomandi vefsíðu, það sama á við um alla notkun aðgangsins.
Skilgreindur aðgangur hvers og eins notanda er persónulegur og er notendum með öllu óheimilt að láta öðrum aðilum aðganginn í té eða veita öðrum nokkurs konar heimild til þess að hagnýta sér með hvers konar hætti aðgang þeirra að og þau gögn og upplýsingar sem þar er að finna. Brjóti notendur gegn þessu banni mun Hreyfiland/Fjölskylduland gera notanda viðvart og loka fyrir aðgang þeirra notenda, eftir atvikum að undangenginni áminningu, án þess að það hafi áhrif á greiðsluskyldu notanda fyrir aðgang sinn.
Notandi ber fulla ábyrgð á öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru með hans aðgangskorti eða aðgangi og lykilorði hvort sem þær eru framkvæmdar af honum sjálfum eða öðrum og hvort sem það er með leyfi hans eða ekki.
Almennar reglur um notkun vefkerfa Hreyfilands/Fjölskyldulands
Notendur hafa leyfi til að nýta sér vefkerfi Hreyfilands/Fjölskyldulands og/eða vefkerfi námskeiðahalds og þá þjónustu sem þar er í boði í samræmi við skilmála þessa. Notendur fá aðgang að því efni sem til boða stendur á hverjum tíma og ekki er háð höfundarréttarvernd af hvers konar tagi. Notendur öðlast ekki eignarrétt af nokkru tagi, beinan eða óbeinan, yfir því efni sem finna má á vefsíðunni eða á námskeiðavefsíðum heldur er eingöngu um um afnotarétt á viðkomandi efni að ræða. Umfang þessa afnotaréttar fer eftir skilmálum þessum.
Gögn og upplýsingar á vefsvæðum eru eign Hreyfilands/Fjölskyldulands nema annað sé tekið fram í almennum notendaskilmálum á hverjum tíma. Réttur til notkunar gagna og upplýsinga sem fengnar eru á námskeiðum takmarkast af ákvæðum viðkomandi samnings, notendaskilmálum vefsíðunnar, lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Réttur notenda til notkunar gagna og upplýsinga fellur niður um leið og námskeiði lýkur eða skilgreindur notendaréttur fellur úr gildi.
Notendum er óheimilt að nota gögn og upplýsingar á vefsvæðum til hvers konar útgáfu eða endurmiðlunar. Notendum er þó heimilt að prenta út gögn og upplýsingar til hefðbundinnar notkunar á slíkum gögnum og upplýsingum.
Notendum er óheimilt að að breyta eða afbaka þær upplýsingar sem finna má á vefsvæðum námskeiða og/eða að dreifa þeim í breyttri mynd. Notendum er óheimilt að nota efni vefsvæða námskeiða með nokkrum þeim hætti sem falið getur í sér skerðingu á heiðri eða sérkenni höfunda efnisins eða Hreyfilands/Fjölskyldulands. Notkun vefkerfa má ekki undir nokkrum kringumstæðum vera skaðleg rekstri Hreyfilands/Fjölskyldulands.
Á vefsíðunni og innan vefkerfisins kunna að vera tenglar á aðra vefi sem tengjast virkni kerfisins á einhvern hátt og námskeið kunna að vera haldin á öðrum vefsvæðum en hreyfiland.is og fjolskylduland.is Hreyfiland rekur etv. ekki þær vefsíður né kann að ráða yfir efni þeirra. Félagið ábyrgist því ekki á neinn hátt þær upplýsingar eða það efni sem finna má á þessum vefsíðum, frammistöðu þeirra eða afköst eða nokkuð tjón sem þáttakendur eða aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar þeirra.
Fyrir aðra notkun á vefkerfum en þá sem heimiluð er í skilmálum þessum þarf sérstakt, skriflegt leyfi Hreyfilands, eiganda höfundaréttar og eftir atvikum annarra sem kunna að eiga höfundarétt að efni vefsvæða að hluta til eða í heild.
Hreyfiland ábyrgist ekki að vefkerfið eða vefir sem það vísar til s.s með tenglum, séu algjörlega lausir við tölvuvírusa eða annað sem reynst getur skaðlegt tölvum eða hugbúnaði. Notandi ber sjálfur ábyrgð á að fyrirbyggja mögulegt tap sem hlotist getur af slíku með nauðsynlegum vörnum t.d vírusvarnarforritum.
Áskriftir og uppsögn
Gjaldskrá er að finna á vef Hreyfilands og/eða verð aðgangskorta. Verð námskeiða er einnig að finna við skráningu á námskeið á vef Hreyfilands.
Námskeiðagjald og aðgangskort eru innheimt við skráningur eða í byrjun hvers greiðslutímabils með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu.
Sé skuldfært og takist skuldfærslan fyrir gjaldinu ekki um mánaðarmót, berst tölvupóstur til viðskiptavinar til áminningar. Aðgangur og/eða námskeið eru engu að síður virk og opin.
Hreyfiland áskilur sér rétt til verðbreytinga, verð aðgangskorta er endurskoðað árlega.
Samningum og greiðslum fyrir aðgangskort í Hreyfiland og fyrir þátttöku á námskeið er ekki hægt að segja upp og endurgreiðslur eru ekki mögulegar.