fbpx
„Einfaldlega besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir barnið mitt.“
Skemmtilegt og örvandi prógram fyrir foreldra og börn fyrir góðan þroska barna, smábarna og barna á skólastigi.
Að læra að hreyfa sig. Að hreyfa sig til að læra.
Vísindalegar, rannsóknagrundaðar aðferðir til að hjálpa börnum og smábörnum með seinkaðan þroska.
Þróað til að örva taugakerfið
Rannsóknagrunduð hreyfiþjálfun sem styður við þroska taugakerfisins, kennd af vottuðum meðferðaraðila í hreyfiþroska barna.
Previous slide
Next slide

Tímar fyrir börn

Tímarnir okkar eru skipulagðir af faglegum hreyfimeðferðaraðila. Markvissar hreyfingar sem örva taugakerfi barna eru gerðar í formi leikja svo úr verður skemmtilegur tími sem er sérstaklega sniðinn að hverjum aldurshópi.

Tímar fyrir foreldra

Líkamsræktin okkar á meðgöngu, eftir fæðingu og meðan á brjóstagjöf stendur er skipulögð af reyndum þjálfara sem er einnig móðir fjögurra barna - hún skilur ekki bara rannsóknirnar heldur hefur hún reynslu af því sem barnshafandi líkami þarf og hefur gaman af.

Það sem við gerum

Meira en bara heilsurækt

Hreyfiland býður upp á spennandi og öruggt umhverfi þar sem börn fá örvun við hæfi í gegnum leik og æfingar sem styðja við þroska taugakerfisins. Í gegnum námskeiðin eru foreldrum kenndir leikir sem örva skilningarvit barnsins og styðja við líkamlegan og vitrænan (e. cognitive) þroska þess. Litlu viðskiptavinirnir okkar verða snjallari og heilbrigðari á meðan þeir skemmta sér með foreldrum sínum!

Beiting vísinda um þroska barna getur veitt börnum örvun

Vissir þú að 80% af taugatengingum heilans myndast fyrir þriggja ára aldur? Merkilegustu framfarir í þróun heila barnsins þíns eiga sér stað á þessu tímabili og 2 milljón nýjar tengingar í heilanum verða til á hverri sekúndu! Barnæskan er vissulega mikilvægt tímabil vaxtar og þroska barna.

Reynslan sem börn fá á fyrstu æviárum hefur mikil áhrif á alla framtíð þeirra. Ófullnægjandi örvun ungbarna á þessu mikilvæga þroskaskeiði getur haft neikvæð áhrif á þroska heilans og vitræna getu barnsins, taugakerfi og almenna vellíðan. Að sama skapi getur hæfileg og rétt örvun stutt við þroska taugakerfisins og styrkt grunninn sem það byggir á til framtíðar. Einnig getur meðvituð hreyfing og samvera orðið til þess að foreldrar greini fyrr frávik í hreyfiþroska eða viðbröðgum barnsins sem ástæða getur verið til að skoða nánar með viðeigandi fagaðilum og stuðlað þannig að snemmtækari íhlutun, barninu til heilla.

 • Þægilegt og öruggt umhverfi

  Gnægð af litríkum leikföngum og æfingagögnum sem hent hverju aldurskeiði úr mjukum og öruggum efnum sem gera samverustundina örvandi, skemmtilega, þægilega og örugga á sama tíma.

 • Örvandi leikir

  Jafnvægishreyfingar, útsetning fyrir ýmsu skynjunarinntaki, örvun grófhreyfinga og fínhreyfinga. Barnalög styðja við málþroskann, gera andrúmsloftið skemmtilegt og koma öllum í gott skap.

 • Hentar hverjum og einum - alveg eins og þeir eru

  Krisztina er menntaður hreyfiþroskaþjálfari sem sérhæfir sig í hreyfiþroska barna og hefur 30 ára reynslu á ýmsum sviðum íþróttamenntunar og -þjálfunar.

 • Hæfur hreyfiþjálfari

  Krisztina er faglegur hreyfiþroskaþjálfari sem sérhæfir sig í hreyfiþroska barna með 30 ára reynslu á ýmsum sviðum íþróttamenntunar.

umsagnir

Það sem foreldrar segja:

KENNSLUAÐFERÐ OKKAR

Hittið aðalmeðferðaraðilann okkar

Krisztina er menntaður hreyfiþjálfari sem sérhæfir sig í hreyfiþroska barna með langa reynslu af þjálfun og kennslu. Verkefni hennar er að hvetja foreldra til að njóta tímans með barninu sínu á skemmtilegan, örvandi og áhrifaríkan hátt. Krisztina telur að foreldrar hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að styðja vellíðan og þroska barna sinna.

0 +
ár af reynslu
0 +
ánægðir viðskiptavinir​
0 +
tímar

Ertu með spurningar? Við erum tilbúin að hjálpa

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar