Bumbufimi námskeið byrjar á þriðjudaginn 1. september 2015

Fyrir barnshafandi konur er fyrir konur sem komnar eru 12 vikur eða lengra á meðgöngu sinni.

Hver tími er 45 – 55 mín.

Það er alltaf mikilvægt að hugsa um heilsuna, en á meðgöngu er það enn nauðsynlegra. Við erum nefnilega ekki einungis að hugsa um okkar eigin heilsu heldur einnig litla einstaklinginn sem við höfum með okkur þessa 9 mánuði meðgöngunnar og allar viljum við hugsa vel um hann.Bumbufimi fyrir barnshafandi konur einstök. Hún miðar ekki einungis að heilsu og heilbrigði móðurinnar heldur einnig barnsins. Æfingarnar eru gerðar með sérstakri tónlist þar sem haft er í huga velferð komandi einstaklings, einnig eru notaðir boltar við æfingarnar til þess að koma í veg fyrir bakverki á meðan á æfingum stendur. Allar æfingarnar eru miðaðar að þörfum barnshafandi kvenna þ.á.m. æfingar til slökunar og öndunaræfingar.

Nýlegar rannsóknir sýna að leikfimi á meðgöngu er ekki aðeins fullkomlega örugg gagnvart móður og barni heldur hefur hún auk þess marga kosti í för með sér.

Þar kom fram að þeim er síður hætt við æðahnútum, bjúg, veikindum og þreytu, náladofa, mæði og öðrum algengum fylgikvillum meðgöngunnar.

Rannskóknin sýndi jafnframt að hríðir þeirra eru að meðaltali halftíma styttri en kvenna sem ekki stunda neina líkamsrækt.

Kostir þess að stunda líkamsrækt á meðgöngu er einnig þeir að:

líkur á keisaraskurði eru minni

Ungum mæðrum er síður hætt við þunglyndi

Konur verða þrekmeiri og finna minna til á meðan hríðum stendur

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvægi hreyfingar fyrir fóstrið. Hreyfing móðurinnar í takt við tónlist örvar barnið í móðurkviði og það skynjar mjög sterkt allar hreyfingar hennar og tengist henni þannig betur.

 

 

Kennari er Krisztina