fbpx

Mæðrafimi

MÆÐRAFIMI ER FYRIR NÝBAKAÐAR MÆÐUR OG BÖRN ÞEIRRA

Mæðrafimi snýst um léttar og mjúkar æfingar sem hjálpa líkamanum að jafna sig eftir fæðinguna og byggja upp orku og þol. Mæðrafimi er fyrir mæður
barna frá sex vikna aldri.

Mæðrafimi er hugsuð sem notaleg og góð
stund fyrir móður og barn.

Leikfimin er uppbyggð sérstaklega með það í huga að iðkendur hafi nýlega gengið með barn, – séu með barn á brjósti, – vilji byggja upp
líkamann og jafna sig á heilbrigðan og heilsusamlegan hátt eftir meðgöngu og fæðingu.

Samverustund móður og barns

Á meðan móðirin æfir sig, leikur barnið sér í hrífandi og skemmtilegu umhverfi inni í salnum hjá móðurinni eða við hlið hennar. Þegar mæður hafa lokið æfingum sínum er sérstök leikfimi fyrir börnin, snillingafimi. Þar fá mæður leiðbeiningar um það hvernig er hægt að örva skynfæri barnsins og líkamlegan þroska.

Það sem er sérstakt við þetta námskeið er að barnið getur verið hjá móður sinni allan tíma og þess vegna tekið þátt í æfingum móður sinnar.

Tónlistin í tímunum er notaleg svo börnin geti verið hjá okkur.

 –

Um námskeiðið

Mæðrafimiæfingar eru 2x í viku (45 mín í senn). Snillingafimi í lok hvers tíma (10-15 mín). 

Námskeiðin hefjast 9. janúar. – Kennt er tvisvar í viku kl. 10:00 á mánudögum og kl. 10:00 á miðvikudögum

Krisztina tekur vel á móti þáttakendum

Mæðrafimitímarnir okkar er æfingakerfi sem er hannað af Krisztina G. Aguyeda sem hefur aðstoðað fjölda mæðra við að jafna sig með heilbrigðum og áhrifaríkum hætti eftir fæðingu. Kerfið gengur út út á ánægjulegar samverustundir og léttar og skemmtilegar æfingar sem eru við allra hæfi.

Krisztina er menntaður hreyfiþjálfari með áralanga reynslu af þjálfun og kennslu.