Margt er hægt að gera til að styðja við þroska barnanna okkar. Atlæti og markviss örvun geta skipt þar miklu máli. Snillingafimi er sniðin að því að styðja við þroska ungbarna á fyrsta ári þeirra. Í tímunum eru foreldrar fræddir um þá áfanga í þroska barnsins sem búast má við á fyrsta ári barnsins.
Tímarnir eru í þremur aldurshópum til að henta mismunandi þroskastigum. Allar lotur samanstanda af sérhönnuðu flæði æfinga í gegnum leik sem hægt er að njóta saman í tímum sem og heima.
Snillingafimi er hönnuð til að styðja við þroska ungbarna (3-12 mánaða). Tímarnir bjóða upp á innsýn í þroskaferlið fyrsta árið til að auka sjálfstraust foreldra og umönnunaraðila til að skilja vaxandi barn sitt. Foreldrar læra æfingar og leiki til að örva vitrænan og líkamlegan þroska barnsins.
Hreyfifimi er fyrir 1-3 ára börn. Þar læra þau að stjórna hreyfingunum sínum og hreyfa sig með meiri vitund. Við notum mikið af litríkum og spennandi efniviði og skemmtilegri tónlist sem vekur áhuga þinn og hrífur barnið þitt. Foreldrar eru hvattir til að taka fullan þátt í tímunum.
Grunnþjálfunarfimi tímar eru hannaðir fyrir börn á leikskólaaldri (3-6 ára). Við leggjum áherslu á að bæta tilfinningu fyrir jafnvægi, samhæfingu, sem og grófhreyfingum og fínhreyfingafærni barnsins. Námskeiðið byggir á sérstakri kennsluaðferð sem þróuð var af Carl H. Delacato, kennara og vísindamanni sem hefur gert viðamiklar rannsóknir á börnum með námserfiðleika.
Mæðrafimi snýst um léttar og mjúkar æfingar sem hjálpa líkamanum að jafna sig eftir fæðinguna og miðar að því að byggja upp orku og þol, mæður koma með börnin með sér.
Mæðrafimi er fyrir mæður barna frá sex vikna aldri.
Mæðrafimi er hugsuð sem notaleg stund fyrir móður og barn.
Hreyfiland er fjölskyldumiðstöð sem býður upp á hreyfiþjálfun leidd af hæfum barnaþroskaþjálfara og líkamsrækt fyrir barnshafandi.