fbpx

Grunnþjálfunarfimi

Grunnþjálfunarfimi fyrir 3-5 ára börn

Þegar börn vaxa mun heimur þeirra byrja að opnast. Þau verða sjálfstæðari og fara að mynda meiri tengsl við börn og fullorðna utan nánustu fjölskyldu. Þau vilja kanna heiminn og spyrja spurninga.

Leikskólabörn eru að færa sig frá því að vera smábörn í nýjan heim rannsókna og formlegs náms í leikskólanum. Grófhreyfingar halda áfram að þróast sem og fínhreyfingar sem vekur nýjan áhuga þeirra á list, handverki, alls kyns leikföngum (vögnum, hjólum osfrv.) og íþróttum. Börn byrja oft að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi í lok þessa þroskatímabils, og námskeiðið er t.d. frábær undirbúningur fyrir íþróttastarf.

Börn þurfa vel skipulagða og heilbrigða hreyfingu, þar sem unnið er með tiltekna líkamshlutar og færni, svo sem, bak, iljar, jafnvægi og samhæfing hreyfinga. Að koma sér upp heilbrigðum lífsstíl snemma á ævinni mun hvetja börn til að halda heilsusamlegum venjum í gegnum ævina.

Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar

Námskeiðið er byggt á kennsluaðferð BDE (Basic Development Education, nánar tiltekið Basic Training) sem var þróað út frá fimmtán ára rannsókn Dr. Delacato á hreyfingu og þroska hjá börnum.

Með rannsóknum sínum sýndi Delacato fram á mikilvægi þess að örva skynfæri barnsins á sem fjölbreyttasta hátt. Hann sýndi að með reglulegri hreyfingu er hægt að taka fyrr eftir frávikum og vandamálum sem geta komið upp. Það er líka mögulegt að grípa í taumana fyrr og beita snemmtækri íhlutun þegar þörf er á til að gefa hverju barni bestu möguleikana.

Rannsóknir hans sýndu að nauðsynlegt er að taugakerfið hafi náð ákveðnum þroska til að barnið ráði við nám. Einnig kom fram að hreyfiþjálfun getur haft góð áhrif á lestur og ritun.

Í Gþfimi tímunum í Hreyfilandi einbeitum við okkur að iljum, baki og hrygg með því að bæta jafnvægisskynið og samhæfingu hreyfinga.

Námskeiðin fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30. Hver tími er um 45 mínútur.