fbpx

Akró - dans

Acro dans fyir 6-9 ára börn

Akró – dans eru tímar samsettir af akróbatík (fimleikum) og dansi. Í tímum munu nemendur leggja áherslu á styrk, liðleika og fimi. Kennarar Hreyfilands hafa hjálpast að við að hanna leikfimishrinsting sem plan fyrir önnina. Farið verður í grunn á ballet, nútímadansi og fimleikum en einnig verður leikið að skapandi hlið barnanna. Engin þörf er á fyrrum reynslu í neinu ofantöldu. Kennarar okkar munu leggja áherslu á að hjálpa hverjum og einum þátttakanda.

Um kennarann

Cristina Agueda er 20 ára nemandi sem stundar nám við Listaháskóla Íslands á alþjóðlegri samtímadansbraut. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Samhliða námi sínu í MR stundaði hún nám við Klassíska listdansskólann og útskrifaðist þaðan af nútímadansbraut vorið 2021. Einnig hefur hún lokið Eins árs fornámi frá Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Sem barn æfði hún áhaldafimleika hjá Gróttu og æfði dans hjá mörgum mismunandi dansskólum sem gáfu henni reynslu á mismunandi sviðum.

Cristina hefur áður unnið sem aðstoðarþjálfari og á móttöku hjá Hreyfilandi. Nú hefur hún störf sem aðal kennari akró – dans tímanna. Við erum spennt að byrja þessa nýju tíma með ykkur!