fbpx

Af hverju þú ættir ekki að láta barnið þitt sitja eða ganga

áður en það byrjar að gera það óstutt

Það mætti flokka það sem ákveðna áhættuhegðun að tala neikvætt um eitthvað sem líklega langflestir foreldrar gera líklega við börn sín – í góðri trú. En, sem meðferðaraðili, er það mitt hlutverk að segja sannleikann um þessa algengu venju sem getur þó verið skaðleg og benda á aðrar og betri leiðir til að styðja við þroska barnsins þíns. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

Börn vilja frelsi

Að láta börn sitja og ganga er hindrun í frelsi þeirra til að hreyfa sig og leika eins og þeim er eðlilegt og þau eru fær um.

Rannsóknir sýna að meðan börn eru að þróa hreyfifærni sína er frjáls, sjálfstæður leikur og stöðug virkni áhrifaríkasta leiðin til að styðja við hreyfiþroska heilbrigðs barns.

Sumt af því sem við gerum til að hjálpa börnunum okkar að tileinka sér nýja færni getur í raun unnið gegn því að þau geri það á sínum eðlislæga tíma. Ef barn þarf utanaðkomandi hjálp við að sitja upprétt, standa eða ganga, er sú hreyfing líklega ótímabær.

Þegar foreldrar koma til okkar með áhyggjur af því að ung börn þeirra séu ekki að ná áföngum eins og að rúlla sér eða skríða, kemur stundm í ljós að þau hafa ekki haft næg tækifæri til að þroska þessa eiginleika í frjálsum leik og óhindraðri hreyfingu, heldur eitt miklum tíma í barnastólum eða tækjum sem takmarka náttúrulega líkamsstöðu þeirra og hreyfingar.

Ekki er hægt að búast við því að börn þrói hreyfifærni án tækifæris, tíma og frelsis til þess. Ef þau stöðugt föst í sitjandi stellingu, missa þau af tækifærum til að vinna að öðrum mikilvægum áföngum eins og að velta sér, skríða og ganga.

Börn verða að fá að læra að hreyfa sig á öruggan hátt

Umhverfisvitund og öryggi haldast í hendur. Þegar ungbarni er komið fyrir í stellingu sem það er ekki fært um að koma sér af sjálfsdáðum,, getur það vanalega ekki komist út úr henni hrakfallalaust, sem ýtir hvorki undir öryggistilfinningu þeirra né trú á eigin færni.

Að láta börn ganga með aðstoð gerir þau minna meðvituð um umhverfi sitt og takmarkanir, gefur þeim falska öryggistilfinningu og ofmat á getu. Börn sem fá frelsi til að hreyfa sig og þroskast á sinn hátt öðlast sjálfsþekkingu sem stuðlar að heilbrigðri varkárni. Með batnandi jafnvægisskyni og þekkingu á eigin getu verða hreyfingar þeirra betur útreiknaðar og þau hafa síður tilhneigingu til að koma sér í hættulegar aðstæður.

Líkaminn þarf að vera tilbúinn

Hryggur og mjaðmir ungra barna eru einkar viðkvæm þar til stóru vöðvar líkamans hafa myndast í kringum þau. Barnið finnur hvað það er tilbúið til að gera og mun prófa sig áfram til að gera það sem það getur, þegar það getur. Þú getur stutt þetta styrkingar- og könnunarferli með ýmsum öruggum æfingum og leik, svo sem með því að nota æfingabolta, í stað þess að þvinga barnið í stöðu og hreyfingar sem það er ekki tilbúið fyrir.

Sjálfstæður lærdómur er mikilvægur

Börn tileinka sér nýja hluti á sjálfstæðan máta, með þolinmæði og þrautseigju að vopni. Meðan það lærir á og þróar hreyfiþroska sinn með því að snúa sér á magann, rúlla, skríða, sitja, standa upp og ganga, er það ekki aðeins að tileinka sér þessar tilteknu hreyfingar heldur er það líka að læra að læra. Það lærir að gera eitthvað upp á eigin spýtur, að hafa áhuga á einhverju, prófa það og gera tilraunir. Það lærir að mistakast og sigrast á erfiðleikum. Það kynnist gleðinni og ánægjunni sem hægt er að hljóta af velgengni, sem er afleiðing þolinmæði og þrautseigju.

Þessi venja og tilhneiging okkar foreldra, að setja barnið í ótímabærar stellingar og hreyfingar, eins og að ganga og sitja áður en barnið er tilbúið til, rænir það tækifærum til að læra sjált og sigra, og gerir börn óþarflega háð fullorðnum um afþreyingu og úrlausn hindrana. Sífellt inngrip foreldrana veldur truflun þegar barnið gæti verið hamingjusamt að vinna að því að þróa hreyfifærni sína á sinn eigin hátt eða sinna öðrum fræðandi, skapandi og fræðandi sjálfsprottnum verkefnum.

Leyfðu snjallasta og farsælasta forriti heimsins að vinna í friði

Taugakerfi barna er fullkomlega forritað til þess að ná árangri og er snjallara en nokkurt okkar, svo það er engin þörf á að flýta sér eða reyna að flýta því. Í stað þess að takmarka náttúrulega hreyfigetu barnsins og setja það í ótímabærar stellingar getur stutt þroska taugakerfisins varlega með snjöllum leikjum og uppbyggjandi samveru. Það er einmitt það sem er það sem við gerum hér í Hreyfilandi í Snillingafimi tímunum okkar.

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email