fbpx

Um Hreyfiland

Meira en bara heilsurækt

Hreyfiland er ekki einungis líkamsræktarstöð fyrir börn. Það er spennandi umhverfi þar sem börn geta skerpt heilann með leikæfingum sem örva þroska taugakerfisins. Í gegnum námskeiðin er foreldrum kennt að leika við börnin sín á þann hátt að efla líkamlegan og vitrænan ( cognitive ) þroska. Litlu viðskiptavinirnir okkar verða snjallari og heilbrigðari á meðan þeir skemmta sér með foreldrum sínum!

ár af reynslu
0 +
tímar
0 +
hamingjusamir viðskiptavinir
0 +

Ávinningur Okkar

Hreyfing eykur vitræna (cognitive) virkni

Rannsóknir benda til þess að efling hreyfingar og virkni hjá ungum börnum auki minni, skynjun, tungumál, athygli, tilfinningar og jafnvel getu á ákvörðunartöku. Að æfa rétta líkamsrækt með börnum mun ekki aðeins hjálpa til við að auka undirbúning fyrir skóla og árangur í skólanum síðar á ævinni, heldur mun það einnig hjálpa þeim að byggja grunn að heilbrigðum og virkum lífsstíl meðan þau alast upp.

Hannað til að örva taugakerfið

Tímar í Hreyfilandi eru skipulagðir vandlega af sérfræðingi í hreyfimeðferð sem sérhæfir sig í hreyfiþroska barna. Við notum vísindi um þroska barna til að hjálpa litlum börnum að dafna á öllum mögulegum sviðum lífsins. Kóreógrafía í formi leiks tekur foreldrið og barnið í gegnum einstakt úrval af gjörðum sem efla alla þætti í þroska barnsins.

Að hjálpa foreldrum að tengjast börnum sínum

Námskeið Hreyfilands veita einnig hugmyndir til að hlúa að þroska barnsins þíns með skapandi leik, hreyfingu og tónlist á einfaldan og hagnýtan hátt sem auðvelt er að endurtaka heima. Við notum einnig sambland af íslenskum söngvum og vísum til að þróa snemma tungumálakunnáttu. Æfingar eins og þessar sem krefst skynjunarhæfni mun hjálpa þér og barninu þínu að eiga samskipti.

Börn sem horfast við áskoranir í þroska njóta best af

Börn með þroskaseinkunn og aðrar áskoranir njóta sérstaklega góðs af þroskaþjálfun Hreyfilands, þar á meðal þau sem eru með

  • ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni)
  • Seinkun á hreyfiþroska
  • Seinkað mál og þróun máls
  • Tafir á þroska, námsörðugleikar
  • Erfiðleikar við stjórnun á skapi, vandamál við róun
  • Skynjunartruflanir (SPD)
  • Hegðunarvandamál
Sérstaklega sniðið að sérstökum aldurshópum

Tímarnir okkar eru í boði í þremur mismunandi aldurshópum: 3-12 mánaða / Snillingafimi /, 1-3 ára / Hreyfifimi / og 3-6 ára / Gþ-fimi /. Hver aldurshópur hefur verið myndaður vandlega til að vaxa með barninu þínu. Starfsemin sem veitt er mun styðja við þroska barnsins og efla aukna reynslu þess af heiminum.

Vísindin á bak við Hreyfiland

Vissir þú að 80% af taugatengingum heilans hafa orðið til við þriggja ára aldur? Merkilegustu framfarir í þróun heila barnsins þíns eiga sér stað á þessu tímabili og 2 milljón nýjar heilasellu tengingar verða til á sekúndu! Barnæskan er vissulega mikilvægur áfangi vaxtar og þroska barna.

Reynslan sem börn fá á fyrstu æviárum hefur mikil áhrif á alla framtíð þeirra. Ófullnægjandi örvun ungbarna getur haft neikvæð áhrif á þroska heilans og vitræna (cognitive) getu barnsins og heildar vellíðan.

Að hjálpa barninu að skara frammúr í þroska

GLEÐILEG BÖRN OG GLEÐILEGIR FORELDRAR

Aðferð Hreyfilands er studd vísindarlegum rannsóknum og veitir námskeið til að hjálpa börnum að læra og vaxa á mörgum stigum – allt á meðan þau hafa gaman!

Að vaxa með íslenskum fjölskyldum í tvo áratugi

Við erum stolt af því að segja að Hreyfiland er studd af næstum 20 ára reynslu. Þúsundir íslenskra barna hafa tekið þátt í tímunum með foreldrum sínum á þessum árum. Íslensku lögunum, ljóðunum og vögguvísunum var safnað af Dr. Helgu Rut Guðmundsdóttur og hafa sum verið samin sérstaklega fyrir Hreyfiland.