Mæðrafimi

Mæðrafimi er holl og skemmtileg hreyfing fyrir nýbakaðar mæður og ungana þeirra. Börnin eru með á æfingunni og taka þátt. Næsta námskeið hefst 13.janúr 2020 og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum kl:11:30 Skráning á hreyfiland@hreyfiland.is.

Meðganga reynir mjög á líkamann og því nauðsynlegt að huga að honum og heilsu okkar eftir barnsburð.

Í þessum tímum eru gerðar léttar og mjúkar æfingar sem hjálpa líkamanum að jafna sig eftir fæðinguna og byggja upp orku og þol. Við notum þolfimitónlist í upphitun og eftir hana er leikin tónlist sem er sérstaklega valin með ungbörnin í huga. Tímarnir eru tvisvar í viku

 

Mæðrafimi er ætluð sem notaleg og góð stund fyrir móður og barn. Á meðan móðirin æfir sig leikur barnið sér í hrífandi og skemmtilegu umhverfi inni í salnum hjá móðurinni, eða er við hlið hennar.

Líkamsræktin er uppbyggð sérstaklega með það í huga að móðirin hefur nýlega gengið með barn, er með barn á brjósti og þarf að losna við það sem eftir er og jafna sig á heilbrigðan og heilsusamlegan hátt. Móðirin æfir sig á mjög áhrifaríkan hátt í 45 mínútur, þá eru teygjurog slökkun í 15 mínútur og æfir svo barnið að því loknu í 10-15 mínútur (snillingafimi).

Snillingafimi

Þegar mæður hafa lokið æfingum sínum er sérstök leikfimi fyrir börnin. Þar fá mæður leiðbeiningar um það hvernig þær geta örvað þroska og heilbrigði barnsins. Móðirin fær leiðbeiningar um það hvernig er hægt að örva skynfæri barnsins og andlegan og líkamlegan þroska þess.

Það sem er sérstakt við þetta námskeið er að barnið þitt getur verið hjá þér allan tímann og þess vegna tekið þátt í æfingum þínum. Þú truflar engan þó þú þurfir að sinna þörfum barnsins því það höfum við allar sameiginlegt. Þar að auki er tónlistin notaleg til þess að börnin geti verið hjá okkur.