fbpx

Bumbufimi

exercise for pregnant women in all trimesters

Margar rannsóknir hafa sannað að reglulegar og mjúkar æfingar og hreyfing á meðgöngu geta leitt til minni hættu á fylgikvillum og heilsufarsvanda á meðgöngu og í fæðingu. Þar með talið fyrirburafæðingu, keisarafæðingu, of mikla þyngdaraukningu, meðgöngusykursýki eða háþrýstingsröskunum og minni fæðingarþyngd.

Konur sem stunda hreyfingu við hæfi á meðgöngu upplifa oft minni verki í baki, minni bólgu í útlimum, betri svefn, meiri orku, betri líkamsímynd, jafnar sig hraðar eftir meðgöngu og fæðingu og kemst hraðar í fyrra form.

Vissir þú? Að heili fóstursins byrjar að þroskast á þriðju viku meðgöngu. Margt er hægt að gera á meðgöngu til að styðja við tauga- og þroskaþróun fóstursins. Bumbufimi er sniðin til að styðja við vöxt og þroska fósturs í móðurkviði, sem og þær breytingar sem líkami móðurinnar gengur í gegnum á meðgöngunni.

Þroskastuðningur Barns Getur Byrjað í Móðurkviði

Í lok fósturvísitímabilsins (10. vika meðgöngu) er grunnur taugakerfisins mótaður. Ákveðnar hreyfingar og æfingar hafa reynst árangursríkar við örvun taugakerfis fósturs. Þegar móðirin framkvæmir þessar æfingar, hreyfir sig og setur í ýmsar stellingar örvar það skynjun barnsins á rými og hreyfingu.

Meðgöngulíkamsþjálfun okkar er hönnuð af reyndum þjálfara sem er einnig móðir fjögurra barna – svo hún skilur ekki aðeins rannsóknirnar heldur hefur hún einnig reynslu varðandi það sem barnshafandi líkami þarf og hefur gaman af.

Æfingarnar eru með áherslu á styrkingu kjarna og grindarbotns, auk þess að teygja á réttum vöðvum, losa liðina í mjaðmagrindinni og búa líkamann undir fæðingu. Að auki er létt þolþjálfun í tímunum til að styðja við heilbrigða blóðrás sem er mikilvæg fyrir heilsu fylgjunnar. Einnig munu æfingarnar hjálpa til við að auka vöðvaspennu og almennt þol, sem þú verður þakklát fyrir þegar að fæðingunni kemur.

Þessir tímar eru háðir fjölda umsækjenda – lágmarksfjöldi eru tíu konur til að námskeiðið sé haldið.

Hefur þú áhuga? Láttu okkur vita hér!