fbpx

Umsagnir

Það sem foreldrar segja um okkur
  • Þessar æfingar eru mikilvægar fyrir öll börn

    Það hefur verið sérlega áhugavert að fá að fylgjast með því starfi sem fram fer í Hreyfilandi við Eiðistorg. Krisztina leggur mikla áherslu á grunnfærni og undirstöðuatriði sem þurfa að vera til staðar til að framfarir verði hjá hverju barni hvað varðar hreyfiþroska og hreyfifærni. Þær æfingar sem þarna fara fram eru mjög fjölbreyttar og markvisst horft á áhrif hverrar æfingar sem valin er í hverjum tíma. það er sérlega hvetjandi að sjá kennara taka jafn virkan þátt en hún gerir allar æfingar með börnunum og tengir við þær tónlist, leiki og annað sem kætir börnin og örvar skynfærin.

    Þessar æfingar eru mikilvægar fyrir öll börn en ekki síst börn með Stuðningsþarfir. Rannsóknir hafa sýnt að snemmtæk íhlutun getur reynst sérlega áhrifarík, ekki síst fyrir börn sem á einhvern hátt eru með skertan hreyfiþroska. Íþróttasamband fatlaðra hefur undanfarin ár kynnt verkefni sem tengist snemmtækri íhlutun varðandi hreyfiþroska barna en verkefnið hefur m.a. verið kynnt í leikskólum Mikilvægt samstarf hefur verið við Hreyfiland vegna þessa verkefnis.

    Með þakklæti fyrir frábært samstarf og til hamingju með mikilvægt starf Krisztina

    Kveðja
    Anna Karólína Vilhjálmsdóttir,
    Frksvstj. Special Olympics á Íslandi/ Þróunarsviðs

  • Hjálp fyrir börn með sérþarfir

    Ég var fyrst hjá þér 2007 með hann Snævar minn. Fyrst vorum við í mæðrafimi og snillingafimi. Með Hjálmar vorum við í snillingafimi og hreyfifimi 2015. Hef ávallt fundist faglega að tímanum staðið og gott að gera eitthvað með barninu sem skilar sér í betri þroska hjá barninu. Snævar er greindur með einhverfu og Hjálmar er mikill fyrirburi en það hefur klárlega hjálpað upp á þroska hjá þeim báðum að byrja snemma að örva taugakerfið í tímunum hjá Hreyfilandi. Mæli mikið með hreyfingu í Hreyfilandi

    Bergrún Stefánsdóttir,
    íþróttafræðingur, fagstjóri hreyfingar hjá Skólar Leikskóli

  • Í einkaþjálfun hjá Krisztinu hefur henni farið ótrúlega mikið fram

    Hreyfiþroski dóttur okkar (4 ára) var ekki í takt við annan þroska, þrátt fyrir að hún stundaði íþróttir. Í einkaþjálfun hjá Krisztinu í Hreyfilandi hefur henni farið ótrúlega mikið fram og getur nú gert fjölmarga hluti eins og að hjóla og klifra, sem hún ekki gat áður.

    Sigurður Freyr Hafstein
    prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands

  • Þeim finnst mjög gaman

    Dætur okkar (18 mánaða og 4 ára) eru báðar í hóptímum í Hreyfilandi. Þeim finnst mjög gaman og hlakkar alltaf til að fara og hafa lært heilmikið.

    Maria Bongardt
    lyfjafræðingur 2ja barna móðir

  • Positive, peaceful atmoshpere and quality time

    Krisztina er ótrúlega fróð um hreyfiþroska barna og við höfum svo sannarlega notið góðs af því. Fyrst með dóttur okkar fyrir 8 árum síðan en hún er með hreyfi- og þroskahömlun. Henni fór mikið fram í þjálfuninni hjá Krisztinu og við notum margt úr þjálfuninni enn þann dag í dag. Nú eigum við líka einn 9 mánaða snáða sem náði að fara í nokkur skipti í Hreyfiland áður en við fórum í ferðalag í fæðingarorlofinu en höfum sömuleiðis notað þær æfingar heimafyrir og hlökkum til að koma aftur í tíma í sumar. Andrúmsloftið er afslappað og foreldrar fá að njóta gæðasamverustundar með barninu sínu í öruggu og gefandi umhverfi Hreyfilands og Krisztinu.

    Kærar þakkir fyrir okkur,
    Guðrún, Árni, Halldóra María og Arnaldur Smári

  • Krisztina hefur mikla þekkingu á hreyfiþroska barna

    Ég var með son minn í Hreyfilandi frá 12 vikna aldri til tveggja ára. Fyrst vorum við í Mæðrafimi þar sem hluti tímans var fyrir börnin og síðan var hann í Snillingafimi og Hreyfifimi. Krisztina hefur mikla þekkingu á hreyfiþroska barna, hún fylgist vel með hverju og einu barni og gefur foreldrum ráð og æfingar til að þjálfa ákveðna þætti ef þörf er á. Þetta var frábær og skemmtilegur tími fyrir okkur fjölskylduna og við lærðum mikið um hreyfiþroska barna. Ég mæli heilshugar með Krisztinu og Hreyfilandi!

    Birta Bæringsdóttir
    MD

  • Krisztina er skemmtileg og dínamískur þjálfari

    Krisztina er skemmtileg og dínamískur þjálfari. Ég var hjá henni í tímum eftir meðgöngu ásamt fjölda tíma fyrir börnin mín í gegn um árin. Þau nutu þess einnig að fara til hennar á leikskólatíma að skemmta sér og hreyfa sig.

    Eliza Reid
    4ja barna móðir

Hvernig er reynsla þín af okkur?

Láttu okkur vita!