Þær mæla með Hreyfilandi

2014

“Við vorum að leita eftir vettvangi þar sem dóttir okkur, þá tæplega tveggja ára, gæti bætt hreyfiþroska sinn þegar við fréttum af Hreyfilandi í gegnum vini okkar sem höfðu verið með barnið sitt í tímum þar. Það tók einungis nokkra tíma þar til framfarirnar fóru að koma í ljós og þær jukust svo jafnt og þétt út önnina. Þar skiptir ekki síst máli að hún elskar að fara í Hreyfiland og skemmtir sér konunglega í tímunum. Sambland af æfingum þar sem börnin vinna ýmist sjálfstætt eða með foreldrum gerir tímana ekki síður að góðri samverustund. Krisztina nær vel til barnanna, er dugleg að hrósa þeim og hvetja auk þess sem hún er alltaf boðin og búin að veita ráðgjöf um sérstök atriði ef svo ber undir. Við treystum okkur hiklaust til að mæla með Hreyfilandi fyrir börn á þessum aldri ”

Birgir Hrafn , 2ja barna faðir / Hreyfifimi

 

_____________________________________________________________________________________________

“FitKid er fjölbreytt og skapandi hreyfing fyrir hressa krakka. Hægt er að líta á hana bæði sem listgrein og íþrótt því áhersla er lögð á gleði, samvinnu og sköpun ásamt styrktar- og mýktaræfingum. Farið er vandlega með nemendum í gegnum undirstöðu í dansi og leikfimi til að styrkja sjálfstraust og auka líkamlega hæfni. FitKid hentar að mínu mati sérstaklega þeim hafa ekki fundið sig í flóknum hópíþróttum eða hafa misst móðinn í stífu samkeppnisumhverfi sem ríkir svo víða annars staðar (þar sem aðeins þeir bestu virðast njóta athygli þjálfarans). Í Fit Kid skiptir öllu máli að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum. Æfingarnar krefjast engu að síður aga því krakkarnir æfa hópatriði og þurfa að samræma sig hvert öðru. Ferlið reynir á einbeitingu, lipurð, styrk og listfengi en einnig hugrekki (við það að koma fram). Þetta er því í raun mjög fínt sjálfstyrkingarprógramm og ætti að henta mjög mörgum. Fit Kid gengur út aga í bland við sköpun og er mikill gleðigjafi, enda koma börnin mín yfirleitt hummandi heim til sín eftir æfingar og rifja upp dansrútínuna áður en þau fara í háttinn.”

Þorsteinn Guðni Berghreinsson , kennari, 2ja barna faðir / Fitkid

 

______________________________________________________________________________________

 

” Þegar Rakel dóttir okkar var 1. árs gömul langaði okkur að finna góða leikfimi fyrir hana. Hún er orkumikil stelpa sem hefur gaman af því að hoppa og skoppa. Eftir að hafa skoðað það sem í boði var leist okkur best á starfið hjá Hreyfilandi. Hún hefur nú verið þar í leikfimi í tvö ár og er alltaf jafn ánægð. Leikfimin sem er í boði hjá Hreyfilandi er einstaklega skemmtileg, æfingarnar góðar og fjölbreyttar. Æfingarnar eru styrkjandi fyrir allan líkamann og hafa jákvæð áhrif á hreyfiþroska barnanna. Í nútíma samfélagi færist í aukana að börn sitji mikið við tölvur og sjónvarp. Hreyfiland er því góður kostur til að virkja barnið og um leið bæta grófhreyfiþroska þess og styrkja stoðkerfið. Aðstaðan hjá Hreyfilandi er einnig til fyrirmyndar, salurinn frábær og Krisztina nær vel til barnanna. ”

Ragnheiður Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands. / Hreyfifimi 2

 

_____________________________________________________________________

” Ég valdi Hreyfiland því tímarnir sem voru í boði voru á virkum degi og það hentaði mér. Einnig voru tímarnir tvisvar í viku og það skipti miklu ásamt reynslu Krisztinu eiganda Hreyfilands

– Hver var upplifun þín af starfinu? Frábær. Ég sá mun á syni mínum strax í tíma tvö.

– Hjálpaði starfið hreyfiþroska þíns barns?  Já án nokkurs vafa. Syni mínum hafði farið aftur í hreyfiþroska en með markvissri þjálfun og aðhaldi hjá Krisztinu náði hann jafnöldrum sínum á nokkrum vikum.

– Myndir þú mæla með Hreyfilandi við aðra foreldra? Já tvímælalaust 🙂 ”

 

Sigríður Sigmardóttir 3ja barna móðir / Gþ-fimi 3

_______________________________________________________________________________

“Ég valdi Hreyfiland upphaflega (á síðasta ári) vegna nálægðar og ég hafði kynnt mér heimasíðuna sem mér leist vel á og svo vegna þess að Hreyfiland var með hreyfingu fyrir börn allt niður í eins árs eins og dóttir mín var á þessum tíma. Okkar upplifun var mjög góð, lítið hlýlegt rými, notalegheit og spennandi leikföng. Vegna flutninga í Kópavog í vor ákvað ég í haust að prófa íþróttaskóla nær en var alls ekki eins hrifin af því og Hreyfilandi svo við keyrum frá vatnsenda út á Seltjarnarnes 🙂 Ég tel að starfið hafi hjálpað dóttir minni mikið og einnig gefið okkur hugmyndir um það hvernig megi stuðla að hreyfiþroska hennar. Ég myndi hiklaust mæla með Hreyflandi við aðra foreldra og hef gert, enda talar Sigurrós um “latabæjarskólann” alla vikuna og rifjar upp það sem við höfum verið að gera. ”

 

Arndís Hrund Bjarnadóttir / Hreyfifimi 1-2

 

_______________________________________________________________________________________

“Ég valdi Hreyfiland fyrir barnið mitt af því að ég hafði heyrt marga foreldra tala vel um það. Eftir nokkra tíma sá ég strax að þjálfunin í Hreyfilandi vinnur markvisst að því að auka hreyfiþroska barnsins og það er gert á mikið markvissari hátt en tíðkast á öðrum stöðum sem bjóða upp á hreyfingu fyrir börn. Upplifun mín af starfinu hefur því verið afskaplega góð, Hreyfiland er mjög vinalegur og hlýlegur staður og ávallt er tekið vel á móti okkur þegar við komum í tíma. Barnið mitt hlakkar til í hvert skipti sem fara á í Hreyfiland og hefur mikla ánægju af hverjum tíma. Ég sé mikinn mun á barninu mínu og hefur hreyfiþroski aukist til muna. Ég myndi hiklaust mæla með Hreyfilandi við aðra foreldra 🙂 ”

Edda Síf Bergmann Þorlvaldsdóttir / Gþ-fimi 3

 

__________________________________________________________________________________________

” Upphaflega valdi ég Hreyfiland þar sem að ég var að leita að hreyfingu fyrir son minn sem að var þá rúmlega eins árs og vantaði að auka hreyfiþroskann sinn. Við vorum með hann hjá Hreyfilandi frá 1 árs til 3 ára og okkur öllum líkaði mjög vel. Hann fór úr því að geta varla staðið upp sjálfur út á miðju gólfi í það að hoppa á milli dýna og labba einn og óstuddur yfir jafnvægisslá. Við sáum mjög mikinn mun á honum og fannst þetta mjög góður grunnur fyrir hann til að fara upp í krílahóp í fimleikum. Við eignuðumst svo stelpu sem að var greind með of laus liðbönd og vissum því að hún þyrfti að hreyfa sig til að styrkja vöðvana sína. Hún er með lausan hæl og því frekar óstöðug að byrja að labba og datt mjög mikið. Höfum séð miklar framfarir hjá henni í dag og við þökkum hreyfingunni hjá Hreyfilandi fyrir það ásamt því að hún er núna komin í sérsmíðaða skó. Hreyfing og æfingarnar hjá Hreyfilandi koma í staðin fyrir vikulega tíma hjá sjúkraþjálfa.

Við erum öll mjög kát með tímana hjá Hreyfilandi, börnin okkar bæði gátu varla beðið eftir laugardögum til að komast í Hreyfiland. Hreyfilandssöngurinn er sunginn oft á dag heima hjá okkur og aldrei vesen að koma krökkunum af stað þegar nefnt var hvert við ætluðum. Krisztina er ótrúleg og nær börnum á sitt band eftir nokkra tíma. Lærir nöfnin á börnunum mjög fljótt og talar alltaf við þau eins og þau hafi þekkst í mörg ár. Stelpan mín hefur alltaf verið mikil mannafæla en hún blómstrar í Hreyfilandi. Við foreldrarnir erum mjög sátt og myndum hiklaust mæla með Hreyfiland

Börnin mín voru með mjög ólíkar þarfir en sýndi þó bæði miklar framfarir. Strákurinn minn er mjög stirður og stelpan mín með laus liðbönd. Æfingarnar náðu sem sagt að taka á báðum þessum þáttum og við sáum mikinn mun á þeim báðum eftir æfingarnar í Hreyfilandi. Mér fannst líka hjálpa að geta ráðfært mig við Krisztinu.

– Myndir þú mæla með Hreyfilandi við aðra foreldra?

Já, hiklaust. Þetta er frábært skemmtun fyrir bæði börnin og foreldrana. Hreyfingin eykur hreyfiþroska hjá börnunum og svo styrkir þetta tengsl foreldra og barna.”

 

Stella Thors 2ja barna móðir / Hreyfifimi

______________________________________________________________________________________________

2005

” Ég mæli hiklaust með bumbufiminni hjá Hreyfilandi. Skemmtilegar og styrkjandi æfingar og góð slökun bæta líkamlega og andlega líðan og draga úr fylgikvillum sem fylgt geta meðgöngunni. Yndislegir tímar í alla staði sem engin verðandi móðir ætti að missa af ”

Hanna Lára Gylfadóttir- hjúkrunarfræðingur / 3ja barna móðir

_______________________________________________________________________________________________

2004

“Kristjana byrjaði í Hreyfilandinu þegar hún var sjö vikna og þá með mér í Mæðrafimi. Mér fannst námskeiðið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og frábært að læra æfingar sem ég gæti gert með dóttur minni. Ég ákvað því að Kristjana fengi að halda áfram og hún fór í Hreyfifimi fyrir 2ja-3ja ára börn. Henni finnst  alltaf jafn gaman og hefur henni farið mikið fram hvað hreyfifærni varðar. Einnig er málþroski hennar mjög góður sem án efa söngur og tónlist í Hreyfilandinu hefur hjálpað til við.”

Anna Guðrún Jensdóttir leikskólakennari

_______________________________________________________________________________________________

2004

“Eldri börnin mín tvö hafa farið á nokkrum námskeið í Hreyfilandi og þeim finnst alltaf jafn gaman. Þau mæta brosandi og fara skælbrosandi heim og bíða eftir næsta tíma alla vikuna. Þau spyrja nánast daglega hvort þau fari Hreyfiland i dag. Að mínu mati er ekki hægt að hugsa sér betri meðmæli , enda er mikill metnadur og fagmennska alls ráðandi í Hreyfilandi. Litla stelpan mín er líka byrjuð Hreyfilandi og mér lýst vel á það sem gert er með yngstu börnunum. Í Hreyfilandi er gleði og gaman ! 🙂 ”

Kristjana Jóhannsdóttir kennari / 3ja barna móðir