Um Hreyfiland

Hreyfiland er fjölskyldu- og barnvæn heilsurækt.

Í Hreyfilandi eru börnin í fyrirrúmi. Við leggjum mikla áherslu á að börnin njóti sín hjá okkur, hvort sem það er sjálft í leikfimi eða í leikfimi með mömmu. Við einblínum á að öryggi barnanna sé sem mest og viljum einnig að börnin hrífist af litríku og spennandi umhverfi og líði vel í því umhverfi sem Hreyfiland hefur upp á að bjóða.

Við í Hreyfilandi viljum gera vel við allar fjölskyldur sem eru á námskeiðum hjá okkur og veitum því afslátt ef fleiri en einn úr fjölskyldunni vill taka þátt í námskeiðum hjá okkur.

Við í Hreyfilandi trúum því að:

  • öll börn séu fædd með miklar gáfur, og að vanræksla og ónóg örvun ungabarna geti haft neikvæð áhrif á meðfæddu gáfur barnsins.
  • fyrstu þrjú ár barnsins séu mjög mikilvæg ár í þróun heilastarfseminnar.
  • hægra heilahvelið sé meira ráðandi en það vinstra á fyrstu þremur árum ævinnar.
  • það sé auðveldara að æfa og örva heilastarfsemi hjá 5 ára börnum en á 6 ára börnum.
  • það sé auðveldara að æfa og örva heilastarfsemi á 4 ára börnum en á 5 ára börnum.
  • það sé auðveldara að æfa og örva heilastarfsemi á 3 ára börnum en á 4 ára börnum.
  • það sé ennþá auðveldara að æfa og örva heilastarfsemi á 2 ára börnum en á 3 ára börnum.
  • það sé auðveldast að að æfa og örva heilastarfsemi frá fæðingu barnsins til 2 ára aldurs.
  • það sé mikilvægt að fullnægja þörfum okkar og siðferðilegum skyldum gagnvart börnunum okkar

Nýfætt barn er eitt það undursamlegasta, stórfenglegasta og fallegasta sem náttúran hefur skapað okkur. Umhverfi barnanna sem þau alast upp í hefur mikil áhrif á það hvernig þeim vegnar í framtíðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það leikur enginn vafi á því að fyrstu ár ævinnar og þá sérstaklega fyrstu þrjú árin eru sérstaklega mikilvæg í því að móta framtíð einstaklingsins.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægra heilahvelið hefur ótrúlega eiginleika, eins og óbrigðult sjónminni og eiginleiki til þess að leggja á minnið miklar upplýsingar á mjög stuttum tíma. Mikilvægt er að leggja áherslu á og örva þessa eiginleika hægra heilahvelsins mjög snemma á æviskeiðinu vegna þess að hann fer hverfandi eftir því sem barnið eldist. Það reynist mjög erfitt að örva og nýta þessa eiginleika eftir 6 ára aldur.

Flestir kennarar ungbarna trúa því að öll börn séu fædd með miklar gáfur. Það er okkar hlutverk að hlúa að þeim á markvissan hátt fyrstu ár ævinnar. Ef ekki er vel að gáð munu þessar meðfæddu gáfur hægt og hægt hverfa. Reynsla nýfæddra barna getur haft langvarandi áhrif á persónuleika og hegðun þeirra í framtíðinni. Vanræksla á meðvitaðri örvun heilastarfseminnar á fyrstu þrem árum ævinnar getur haft neikvæð áhrif á gáfur einstaklingsins.