Viltu fá hjálp með heilbrigða lífshætti fyrir þig og fjölskylduna?

Viðskiptavinum Hreyfilands býðst einstakt tilboð á fimm tíma námskeið um heilbrigða lífshætti; SMÆL (Sjónarhorn – Mataræði – Æfingar – Lífsstíll). Tímarnir fjalla um:

 

  • Tími 1: Flokkun matar eftir hollustu, skammtastærðir

 

  • Tími 2: Morgunmatur og kornmeti (kolvetni)

 

  • Tími 3: Ávextir og grænmeti (trefjar)

 

  • Tími 4: Prótein og hreyfing

 

  • Tími 5: Fita og vatn (2 kaflar)

Innifalið í námskeiðinu eru fimm klukkutíma tímar, vönduð bók stútfull af upplýsingum og góðum ráðum og hollt snarl sem þátttakendur læra að búa til.

Sérstakt tilboð til viðskiptavina Hreyfilands er 14.900.- (fullt verð 19.900.-) fyrir námskeiðið en einnig er hægt að kaupa stakan tíma á 3.490.- (fullt verð 4.900.-). Nauðsynlegt er að skrá tilboðskóðann „Hreyfiland” við skráningu til að fá afsláttinn.

Tímasetning: á fimmtudögum kl. 17:00-18:00 EÐA á laugardögum kl. 9:00-10:00. Námskeiðið hefst 24. September (fimmtudagstímar) og 28. September (laugardagar).

Staðsetning: Fjósið, félagsheimili Valsmanna á Hlíðarenda

Skráning hér (muna afsláttarkóðann): https://www.hildureldar.com/naestu-namskeid

Fyrir frekari upplýsingar um staka tíma sjá hér: https://www.hildureldar.com/smael-namskeid