Krisztina er þaullærður þolfimi- og einkaþjálfari, sérfræðingur hreyfiþroska barna, TSMT hreyfingarmeðferðarfræðingur, fullrúi BHRG stofnun á Íslandi. Hún stofnaði Hreyfiland árið 2003. Hugmyndina að Hreyfilandi byggir hún á 30 ára langri reynslu sinni á mismunandi sviðum íþróttakennslu. Krisztina byrjaði að kenna 3-6 ára börnum fimleika og vann í mörg ár sem þolfimi- og einkaþjálfari. Í fjögur ár tók hún svo þátt í fitnesskeppnum á vegum IFF (International Fitness Federation, Alþjóða fitnessstofnuninni)

Krisztina hefur lokið þriggja ára löngu námi í íþróttaháskóla í Ungverjalandi, auk eins árs viðbótarnáms. Hún hefur einnig stundað nám sem tengist þroska og þróun heilastarfemi barna og þróað námskeið (Snillingafimi) á grundvelli þess og eigin reynslu af börnum sínum fjögurra.

Krisztina segir aðalmarkmið með námskeiðum Hreyfilands vera að hvetja foreldra til þess að njóta samverustunda með barninu sínu á skemmtilegan, örvandi og áhrifaríkan hátt. Hún trúir því að foreldrar séu ábyrgir fyrir vellíðan og þroska barna sinna og það sé skylda þeirra að leiðbeina þeim á fjölbreyttum sviðum og þá ekki síst með hreyfingu.

Krisztina hefur öðlast mikla reynslu af meðgönguleikfimi síðustu 18 ár, þar sem hún gekk sjálf með fjögur börn á þessu tímabili auk þess að stunda líkamsrækt samhliða brjóstagjöf. Hún hefur því þróað æfingar sem eru öruggar í því ástandi sem líkami móðurinnar er á þessum tíma, Bumbufimi fyrir barnshafandi og Mæðrafimi fyrir mæður með börn á brjósti.

Börn Krisztinu eru:

Cristina Isabel (fædd í febrúar 2001)

Maximo (fæddur í júlí 2003)

Gabriel (fæddur í september 2005)

Carmen Íris (fædd í apríl 2010 )

MENNTUN:

1987–1991: Menntaskólanám í Ungverjalandi

2000–2002: Nám við Íþróttaháskólann í Ungverjalandi, lauk prófi sem frístunda íþróttir ,eróbik- og fitnessþjálfari

2008-Nám við  BHRG í Ungverjalandi hjá Katalin Lakatos phd Hreyfiþroska sérfræðingur er að læra um hreyfigaprogramið TSMT ( www.bhrg.hu)

2015- Nám við BHRG í Ungverjalandi lauk prófi sem sérfræðingur

ÖNNUR MENNTUN

1990: Keppnisdómari í áhaldaleikfimi, Ungverjalandi

1991: Aðstoðarþjálfari í áhaldaleikfimi, Ungverjalandi

1991: Þolfimikennaranám á háskólastigi, Ungverjalandi

2002: „Fantasy Kid Aerobic” – þolfimi fyrir börn, Ungverjalandi

2003: Kennsluréttindi með æfingabolta (FIT-BALL), Ungverjalandi

2003: Kennsluréttindi í „Body Combat“, Íslandi

2003: Hreyfiþjálfun barna, Ungverjalandi

2004: Tónlist fyrir ungbörn, Íslandi

2004: Master’s degree í Fitballþjálfun hjá Ledraplastic Italiu. Master-trainer á Íslandi.

STARFSFERILL

2000-2001 : Þolfimi kennari í Ræktinn í Seltjarnarnesi

2002-2004 : Þolfimi- og einkaþjálfari í Baðhúsinu

2003 : Stofnandi og framkvæmdastjóri Hreyfilands ehf. Kennari á ýmsum námskeiðum.

2005-2008 :  Opnar og rekur íþróttamiðstöðina Hreyfiland i Stangarhyl í Reykjavík.

2007 :  Stofnar Íslenska fitness félagið og hefur kennslu fitkid á Íslandi

2009-2010: Fagstjóri í hreyfingar í ungbarnaleikskólanum Ársól hjá Heilsustefnunni.

2010 : Hefur samstarf með fimleikadeild Stjörnurnar og kennslu fyrir börn 1-3ja ára

2012 : Opna Hreyfiland íþróttamiðstöð á Eiðistorgi 17

2013  : Hefur samstarf við leikskóla á Seltjarnarnesi.

2018 : Sérkennari hjá leikskóli Seltjarnarness.