Gþ-fimi

Grunnþjálfunarfimi er fyrir börn frá 3–6 ára

Í þessum tímum leggjum við áherslu á iljar, bak og hryggsúlu , bætt jafnvægisskyn og samhæfingu hreyfinga.

Námskeiðið byggir á BDE (Basic Development Education, nánar tiltekið Grunnþjálfun) kennsluaðferð sem búin var til út frá 15 ára dr. Delacatos rannsókn á hreyfingu og þroska barna.

Delacatos sýndi með rannsóknum sínum fram á mikilvægi þess að örva skilningarvit barnsins á sem fjölbreytilegastan hátt. Hann sýndi fram á að með reglulegum æfingum er hægt að taka fyrr eftir vandamálum sem kunna að skjóta upp kollinum. Þá er einnig fyrr hægt að grípa í taumana og beita viðeigandi meðferð.

Rannsóknir hans sýndu fram á að byrja þurfi að þroska taugakerfi heilans svo barnið getið tekist á við að læra. Einnig kom þar fram að hreyfimeðferð getur haft góð áhrif á lestur og skrift.

Börn þurfa skipulagða og holla hreyfingu, þar sem ákveðnir líkamshlutar eru æfðir sérstaklega eins og bak, iljar, jafnvægi og samhæfing hreyfinga.

Það er einnig mikilvægt fyrir börn að fá nægilega áreynslu fyrir hjartað þannig að það standi sig á lífsleiðinni. Þess vegna er mikilvægt að börn reyni á líkama sinn a.m.k. 1–2 svar í viku með æfingum sem eru sérstaklega ætlaðar til þess.