Athugið að Hreyfifimi verður aðeins kennd í Hreyfilandi, Eiðistorgi 17 á Seltjarnarnesi.

Skráning fer fram á netfanginu hreyfiland@hreyfiland.is.

Hreyfifimi er fyrir börn á aldrinum 1–3 ára.

Hreyfifimi 1 er fyrir börn 1-2ja ára kl 10:00

Hreyfifimi 2 er fyrir börn 2ja-3ja ára kl:11:00 á laugardögum.

Í þessum tímum kennum við þeim með leik að hafa stjórn á hreyfingum sínum.

Fyrstu ár barnsins skipta miklu máli fyrir viðgang þess og þroska. Þó náttúran sjái til þess að barnið vaxi og dafni má gera margt til þess að barninu fari hraðar og árángursríkar fram.

Þegar þroski barns er metinn er einkum litið til sjö þátta: Tilfinningagreindar, skynjunar, hreyfigetu, leikni við lausnir, athyglisgáfu, skilnings og hugmyndaflugs og sköpunargáfu.

Í Hreyfilandi er sérstök hreyfifimi fyrir börn frá 1–3 ára þar sem unnið er með þessa þætti. Þar fá foreldrar leiðbeiningar um hvernig þeir geta örvað þessa sjö greindarþætti sem barnið fær í vöggugjöf, þroska þess og heilbrigði. Foreldrar læra æfingar og leiki og fá leiðbeiningar um hvernig er hægt að örva skynfæri barnsins og andlegan og líkamlegan þroska þess.

Í Hreyfilandi eru reyndir og menntaðir kennarar sem vita hvað þarf til þess að barnið þitt þroskist og dafni eðlilega og sjá til þess að líkama barnsins þíns líði eins vel og mögulegt er.

Það er skemmtilegt að vera í Hreyfilandi, því við höfum nóg af litríkum og spennandi áhöldum, góðri tónlist og ýmsu öðru sem á eftir að hrífa barnið þitt.