Snillingafimi:

Næsta námskeið hefst á föstudaginn 17.janúar 2020 .

Snillingafimi er æfingatími fyrir ungabörn frá 3 til 12 mánaða . Snillingafimi 1 er fyrir börn 3-8 mánaða og Snillingafimi 2 er fyrir börn 8-12 mánada.

Verð er 2500 kr fyrir barn fyrir stakan tíma.

Mæðra- og vinkvennahópar velkomnir. Hægt að panta einn eða tvo tíma í Snillingafimi með jafn gömul börn í hópi hjá Krisztínu. 10 eða fleiri í hóp.

Fyrstu ár barnsins skipta miklu máli fyrir viðgang þess og þroska. Þó að náttúran sjái til þess að barnið vaxi og dafni má gera margt til þess að barninu fari hraðar og árángursríkar fram.

Þegar þroski barns er metinn er einkum litið til sjö þátta.

Þeir eru:

  • Tilfinningagreind
  • Skynjun
  • Hreyfigeta
  • Leikni við lausnir
  • Athyglisgáfa
  • Skilningur
  • Hygmyndaflug og sköpunargáfa

Í Hreyfilandi er sérstök snillingafimi fyrir ungabörn þar sem tekið er tillit til þessara þátta. Þar fá foreldrar leiðbeiningar um hvernig þeir geta örvað þá sjö greindarþætti sem barnið fær í vöggugjöf, þroska þess og heilbrigði. Foreldrar læra æfingar og leiki og fá leiðbeiningar um hvernig er hægt að örva skynfæri barnsins og andlegan og líkamlegan þroska þess.

Umhverfið í Hreyfilandi er fjölbreytilegt, skemmtilegt og notalegt fyrir ungabörn og innréttað með þeirra þarfir í huga. Við notum mikinn söng, leiki, góða tónlist, falleg leikföng og litrík áhöld.

Hver tími er 35-40 mínútur að lengd.